fbpx
Laugardagur 26.október 2024
433Sport

Heimir eftirsóttur víða um heiminn – Ekvador sýnir mikinn áhuga

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 09:58

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áhugi á Heimi Hallgrímssyni, fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins, víða um heim, bæði frá landsliðum og félagsliðum.

Heimir hætti með landslið Jamaíka á dögunum eftir að hafa komið liðinu á Copa America en þar datt liðið úr leik í riðlakeppninni. Hann er því frjáls ferða sinna.

Samkvæmt heimildum 433.is er áhugi á Heimi víða um heim en hingað til hefur hann verið hvað mestur frá landsliði Ekvador. Þá er einnig áhugi frá fleiri landsliðum.

Ekvador er í 30. sæti heimslista FIFA og ljóst að það yrði spennandi verkefni. Til samanburðar er Jamaica í 53. sæti listans.

Heimir hefur átt ansi farsælan þjálfaraferil. Það vita auðvitað allir hvað hann gerði með Strákana okkar en hann hefur einnig stýrt Al-Arabi í Katar um þriggja ára skeið, auk þess að stýra Jamaíka nú síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka