fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum hefur undanfarið borið á því að stuðningsmenn Burnley í enska fótboltanum ræði um Jóhann Berg Guðmundsson. Sakna þeir hans flestir mikið.

Mikið gekk á hjá Jóhanni í sumar en hann hafði ákveðið að fara frá Burnley þegar hann samdi aftur við félagið, fögnuðu stuðningsmenn endurkomu hans mikið enda Jóhann goðsögn hjá félaginu eftir átta ára dvöl þar.

Nokkrum vikum eftir að hafa skrifað undir samþykkti Burnley hins vegar að selja Jóhann Berg til Sádí Arabíu og leikur hann með Al-Orobah í Ofurdeildinni þar

Getty Images

Stuðningsmenn Burnley sakna hans mikið og stærsta stuðningsmannasíða félagsins fór að ræða það í gær. „Það stærsta sem við misstum í sumar,“ er skrifað og mynd af Jóhanni birt með.

„Þvílík áhrif sem Jóhann hefði nú þegar haft, ég hefði byrjað honum í hverjum einasta leik,“ skrifar annar.

Annar kallar eftir því að Jóhann komi heim.

„Eini kantmaðurinn sem við áttum sem gat komið með fyrirgjöf, hugsaði meira um liðið og úrslitin frekar en einhverjar heimskulegar brellur sem skila engu nema því að tapa boltanum. Gæfi allt til þess að fá hann aftur, miklu betri en allir sem við erum með í dag,“ skrifar Josh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum