fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum hefur undanfarið borið á því að stuðningsmenn Burnley í enska fótboltanum ræði um Jóhann Berg Guðmundsson. Sakna þeir hans flestir mikið.

Mikið gekk á hjá Jóhanni í sumar en hann hafði ákveðið að fara frá Burnley þegar hann samdi aftur við félagið, fögnuðu stuðningsmenn endurkomu hans mikið enda Jóhann goðsögn hjá félaginu eftir átta ára dvöl þar.

Nokkrum vikum eftir að hafa skrifað undir samþykkti Burnley hins vegar að selja Jóhann Berg til Sádí Arabíu og leikur hann með Al-Orobah í Ofurdeildinni þar

Getty Images

Stuðningsmenn Burnley sakna hans mikið og stærsta stuðningsmannasíða félagsins fór að ræða það í gær. „Það stærsta sem við misstum í sumar,“ er skrifað og mynd af Jóhanni birt með.

„Þvílík áhrif sem Jóhann hefði nú þegar haft, ég hefði byrjað honum í hverjum einasta leik,“ skrifar annar.

Annar kallar eftir því að Jóhann komi heim.

„Eini kantmaðurinn sem við áttum sem gat komið með fyrirgjöf, hugsaði meira um liðið og úrslitin frekar en einhverjar heimskulegar brellur sem skila engu nema því að tapa boltanum. Gæfi allt til þess að fá hann aftur, miklu betri en allir sem við erum með í dag,“ skrifar Josh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina