fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Við það að taka eitt umdeildasta skrefið í boltanum – Þriðja liðið í sömu borg

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er að leika sér að eldinum þessa dagana en hann er að kveðja Fenerbahce í Tyrklandi.

Batshuayi hefur raðað inn mörkum fyrir Fenerbahce undanfarin tvö tímabil en var fyrir það einnig á láni hjá Besiktas þar í landi.

Allar líkur eru á að Batshuayi framlengi ekki við Fenerbahce en hann er í viðræðum við Galatasaray sem fer illa í ansi marga.

Það er mikill rígur á milli Galatasaray og Fenerbahce og væri Batshuayi í raun að skapa ákveðna hættu með því að skrifa undir hjá hinum risunum.

BeIN Sports segir að Batshuayi sé að skrifa undir samning við Galatasaray og mun hann þéna 50 þúsund pund á viku.

Bæði lið leika í borginni Istanbul og eins vinsæll og Belginn var á meðal stuðningsmanna Fenerbahce þá verður því gleymt strax í næsta leik.

Það hjálpar ekki að Batshuayi hafi spilað fyrir Besiktas sem er einnig í Istanbul og er ljóst að hann verður alls ekki vinsælasti maður borgarinnar ef þessi skipti ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Í gær

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Í gær

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur