fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Við það að taka eitt umdeildasta skrefið í boltanum – Þriðja liðið í sömu borg

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er að leika sér að eldinum þessa dagana en hann er að kveðja Fenerbahce í Tyrklandi.

Batshuayi hefur raðað inn mörkum fyrir Fenerbahce undanfarin tvö tímabil en var fyrir það einnig á láni hjá Besiktas þar í landi.

Allar líkur eru á að Batshuayi framlengi ekki við Fenerbahce en hann er í viðræðum við Galatasaray sem fer illa í ansi marga.

Það er mikill rígur á milli Galatasaray og Fenerbahce og væri Batshuayi í raun að skapa ákveðna hættu með því að skrifa undir hjá hinum risunum.

BeIN Sports segir að Batshuayi sé að skrifa undir samning við Galatasaray og mun hann þéna 50 þúsund pund á viku.

Bæði lið leika í borginni Istanbul og eins vinsæll og Belginn var á meðal stuðningsmanna Fenerbahce þá verður því gleymt strax í næsta leik.

Það hjálpar ekki að Batshuayi hafi spilað fyrir Besiktas sem er einnig í Istanbul og er ljóst að hann verður alls ekki vinsælasti maður borgarinnar ef þessi skipti ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist