fbpx
Laugardagur 26.október 2024
433Sport

EM: Ótrúleg úrslit í fyrsta leik Belga – Tvö mörk dæmd af þeim

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. júní 2024 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgía 0 – 1 Slóvakía
0-1 Ivan Schranz(‘7)

Það var boðið upp á óvænt úrslit á EM í Þyskalandi í kvöld en Belgía spilaði á móti Slóvakíu í riðlakeppninni.

Flestir ef ekki allir bjuggust við sigri Belga sem eru taldir vera með eitt besta landslið heims.

Eftir aðeins sjö mínútur var Slóvakía komið yfir en Ivan Schranz skoraði þá eftir mistök í vörn Belga.

Belgía er á þriðja sæti FIFA heimslistans og eru með miklu sterkari einstaklinga í sínu liði en Slóvakar.

Belgar fengu sín færi og náðu að skora mark en það var dæmt af vegna rangstöðu en Romelu Lukaku var rétt fyrir innan línuna.

Undir lok leiks var svo annað mark dæmt af Lukaku en Lois Openda sem lagði upp markið fékk boltann í hendina.

Þrátt fyrir að hafa um 90 mínútur til að jafna metin tókst Belgum ekki að ná þeim áfanga og lokatölur, 0-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka