fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
433Sport

Þetta segja spekingarnir um ákvörðun United: Almenn sátt en menn missannfærðir – „Svona móment fá stuðningsmenn til að trúa“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tilkynnti í gær að Erik ten Hag yrði áfram stjóri liðsins á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur verið um stöðu Hollendingsins í eina stærsta starfi heims og sitt sýnist hverjum um að hann verði áfram.

433.is fékk nokkra spekinga sem öll eiga það sameiginlegt að halda með United til að svara nokkrum spurningum í kjölfar fréttanna í gærkvöldi.

Spekingarnir eru eftirfarandi:
Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV
Kristján Óli Sigurðsson, úr hlaðvarpinu Þungavigtinni
Sigurður Gísli Bond Snorrason, úr hlaðvarpinu Dr. Football
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2

Er rétt ákvörðun hjá Manchester United að halda Erik ten Hag í starfi?

Kristjana – Ég er með svolítið blendnar tilfinningar gagnvart þessu.

Kristján Óli – Á endanum held ég að þetta sé farsæl lausn. Hver ætti að taka við og byrja enn á ný uppá nýtt með félagið? Mér persónulega fannst ekki margir góðir kostir koma inn til að taka við.

Siggi Bond – Já, ég held að það sé bara hárrétt ákvörðun.

Stefán Árni – Já ég held að það sé rétt ákvörðun. En ég er samt alls ekki viss.

Ten Hag og United lönduðu enska bikarnum á dögunum. Getty Images

Af hverju/Af hverju ekki?

Kristjana – Ég er ekkert sérlega mikill aðdáandi hans en á sama tíma var ég einhvern veginn ekki til í að fara í enn einn nýja þjálfarann. Furðuleg staða eiginlega. En það er svosem ágætt að það sé komin einhver niðurstaða í þetta blessaða mál.

Kristján Óli – Þetta er eitt stærsta félag í heimi. Það getur tekið tíma að komast inn í hlutina. Ten Hag er farinn að þekkja félagið ágætlega og þó svo að síðasta tímabil hafi verið hörmung í deild og CL þá hefur lið sjaldan lent í eins mörgum meiðslum á einu tímabili sem ég man eftir og ég ætla að leyfa stjóranum að njóta vafans að það hafi ekki verið hans sök. En að því sögðu verður næsta tímabil síðasti séns að gera liðið samkeppnishæft í bestu deild heims.

Siggi Bond – Maður sá klárlega hvað hann var að gera þegar hann var með sína sterkustu menn inná. Hann var í alvöru erfiðri stöðu með Casemiro og King Jonny Evans í miðverðinum, svo sást bara munurinn þegar Varane og Lisandro komu inn gegn City í FA Cup Final. Ég held að þetta gæti orðið mjög jákvætt ef hann fær að signa 2-3 góða leikmenn núna í sumar og verður heppnari með meiðsli en hann hefur verið.

Stefán Árni – Maður sá ekki marga aðra kosti í stöðunni. Ten Hag líklega bjargaði starfinu með því að vinna enska bikarinn.

Kom þér á óvart að Ten Hag skildi fá að halda starfi sínu?

Kristjana – Það er verulega United-legt að hafa dregið lappirnar með þjálfaramálin og enda svo bara á nákvæmlega sama stað. Að því sögðu veit ég ekki hver hefði verið besti kosturinn, það voru kannski ekki margir spennandi þjálfarar á lausu.

Kristján Óli – Í raun ekki þar sem hann skilaði bikurum í hús á báðum tímabilum hans í starfi og fáir álitlegir kostir að mínu mati á lausu til að taka við.

Siggi Bond – Nei það kom mér alls ekkert á óvart núna eftir að hann vann FA Cup. En ef það hefði ekki gerst hefði hann aldrei haldið áfram held ég. Svona móment fá stuðningsmenn til að trúa og ég er bara spenntur fyrir næsta tímabili!

Stefán Árni – Það kom ekki beint á óvart. Ef félagið hefði verið með annan mann kláran á hliðarlínunni þá hefði Ten Hag aldrei haldið starfinu. En það er ekki alltaf rétt að skipta um stjóra til þess eins að gera það. Þú verður að vera með réttan mann í starfið. Og sá aðili fannst ekki.

Ten Hag þarf að halda áfram að láta ungu strákana, eins og Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, blómstra. Getty Images

Nú þegar ljóst er að Ten Hag verður áfram, hvað þarf hann helst að gera til að bæta gengi liðsins á næstu leiktíð?

Kristjana –  Ten Hag má þó eiga það að hann hefur náð að láta yngri leikmenn blómstra og vonandi gera þeir það áfram. Bikarinn í vor gaf mér örlitla vonarglætu fyrir næstu leiktíð en ætli mér, og öðrum stuðningsmönnum, verði ekki kippt harkalega niður á jörðina í haust.

Kristján Óli – Hann þarf að nýta öll þau pund sem hann fær í leikmannakaup hárrétt. Það þýðir ekki að kaupa farþega eins og Malacia, Amrabat eða Antony þegar þú stýrir stærsta félagsliði heims. Hann þarf alvöru hafsent, vinstri bakvörð, djúpan miðjumann og alvöru framherja ásamt því að losa nokkra af launaháum mönnum sem hafa lítið fram að færa árið 2024 eins og t.d. Casemiro og Eriksen.

Siggi Bond – Það sem KING ETH þarf helst að gera er að slípa saman vörnina með varnarmönnum en ekki Casemiro og Jonny Evans. Mættum alveg bæta sóknarleikinn líka en með komu Amad núna sé ég ekki mikinn spiltíma í kortinu fyrir Antony sem verður að teljast gríðarlega jákvætt enda hefur hann verið hrottalega lélegur. Gloryyyy GLORY MANUNITED.

Stefán Árni – Til að byrja með má maðurinn ekki koma nálægt leikmannakaupum hjá félaginu. Nú er búið að ráða inn mann í það verkefni og hann skal ráða kaupum. Ten Hag hefur ekki beint verið að gera góða hluti þar. En maðurinn þarf að byrja næsta tímabil vel, hann mun ekki hafa mikinn slaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeildin: Tíu menn ÍBV höfðu betur – Þór tapaði heima

Lengjudeildin: Tíu menn ÍBV höfðu betur – Þór tapaði heima
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líf stjörnunnar ekki að batna eftir rasíska myndbandið – Nú að missa prófið

Líf stjörnunnar ekki að batna eftir rasíska myndbandið – Nú að missa prófið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Vestri náði stigi í Kórnum

Besta deildin: Vestri náði stigi í Kórnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa lítinn áhuga á að taka við enska landsliðinu – ,,Get ekki hugsað um mann sem við berum meiri virðingu fyrir“

Virðist hafa lítinn áhuga á að taka við enska landsliðinu – ,,Get ekki hugsað um mann sem við berum meiri virðingu fyrir“