fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
433Sport

KR staðfestir ráðningu á Óskari Hrafni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2024 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur staðfest ráðningu félagsins á Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Hann verður í starfi ráðgjafa en miðað við tilkynningu KR verður hann hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála.

Óskar sagði upp hjá Haugesund í Noregi á dögunum eftir að hafa stýrt örfáum leikjum. Var ágreiningur milli hans og félagsins sem orsakaði það.

Áður var Óskar þjálfari Breiðabliks í fjögur ár en þar á undan hafði hann stýrt Gróttu. Óskar er uppalinn KR-ingur og snýr nú heim.

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar;“ segir á vef KR.

Óskar hafði verið orðaður við þjálfarastöðuna í KR en ljóst er að hann tekur ekki við henni í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja losa sig við Mane eftir aðeins eitt ár

Vilja losa sig við Mane eftir aðeins eitt ár
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Ég er svo þakklátur Erik ten Hag“

„Ég er svo þakklátur Erik ten Hag“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur fer til Írlands í Meistaradeildinni

Víkingur fer til Írlands í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þess vegna talar Lionel Messi ekki ensku

Þess vegna talar Lionel Messi ekki ensku
433Sport
Í gær

Firmino sterklega orðaður við England

Firmino sterklega orðaður við England
433Sport
Í gær

Mbappe nefbrotinn eftir leikinn í kvöld – Fór beint í aðgerð

Mbappe nefbrotinn eftir leikinn í kvöld – Fór beint í aðgerð