fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
433Sport

Þýska stórveldið mun reyna við Fernandes

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen hefur áhuga á Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United og gæti reynt að fá hann í sumar. Independent greinir frá.

Fernandes hefur verið hjá United síðan í janúar 2020 og verið hvað besti leikmaður liðsins síðan. Nú eru hins vegar fréttir á kreiki um að kappinn vilji fara annað í sumar.

Talið er að Fernandes færi þá í aðra deild og Bayern gæti því reynst kostur. Liðið vill endurheimta Þýskalandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð.

United vill að sjálfsögðu ekki missa Fernandes en Erik ten Hag, stjóri liðsins, tjáði sig um Portúgalann í dag.

„Eins og ég sagði í síðustu viku er hann mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Öll árin sín hérna hefur hann verið mjög mikilvægur. Hann býr til flest færin í deildinni og er með svo mörg mörk og stoðsendingar,“ sagði Hollendingurinn.

Samningur Fernandes rennur út 2026 en möguleiki er á árs framlengingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Búinn að hafna einu félagi í janúar

Búinn að hafna einu félagi í janúar
433Sport
Í gær

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn
433Sport
Í gær

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði