fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætlar að bjóða Cole Palmer nýjan samning á næstunni þrátt fyrir að hann eigi sex ár eftir af þeim gamla. Mirror segir frá þessu.

Palmer hefur verið stórkostlegur fyrir Chelsea frá því hann kom frá Manchester City í sumar. Kappinn er kominn með 25 mörk.

Englendingurinn ungi skrifaði undir sex ára samning þegar hann kom í fyrra en er þó aðeins með um 80 þúsund pund í vikulaun, sem þykir lítið samanborið við launahæstu menn Chelsea.

Félagið vill verðlauna hann á næstunni með góðri launahækkun.

Chelsea mætir Arsenal í sínum næsta leik klukkan 19 í kvöld. Palmer hefur verið að glíma við veikindi og mikil óvissa er með þátttöku hans í þeim leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga