fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. apríl 2024 21:27

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 1-0 tap Vals gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Valsarar voru manni færri frá því seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni Mark Antonsson fékk sitt annað gula spjald. Skömmu síðar komst Stjarnan yfir.

„Þetta var svekkjandi. Þetta var möguleiki fyrir okkur að sækja þrjú stig stig gegn góðu liði eftir lélega frammistöðu á móti Fylki,“ sagði Gylfi við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Mér fannst við byrja leikinn vel en þetta var erfitt eftir rauða spjaldið og svo kom markið rétt fyrir hálfleik. Það er erfitt að taka þessu en svona er fótboltinn stundum.“

Sjálfur er Gylfi kominn á góðan stað í endurkomu sinni.

„Skrokkurinn er bara fínn. Þetta voru ekki eðlilegar 90 mínútur. Við liggjum mikið og ekki mikið um hlaup fram og til baka. Þetta var mikið til hliðar og stutt hlaup.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð