fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Vignir Már blæs á kjaftasögur um framboðið sitt sem reynt hefur verið að planta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns KSÍ segir það af og frá að hann sé frambjóðandi ÍTF, íslensk toppfótbolta. Þessum kjaftasögum hefur verið haldið á lofti undanfarnar vikur.

Í hlaðvarpsþáttum og í kaffispjöllum hefur því verið haldið fram að Vignir sé mættur í framboð til að sinna þeirra hagsmunum.

Frambjóðandinn frá Akureyri segir þetta af og frá og svaraði fyrir þetta í Þungavigtinni í dag.

„ÍTF, innan þessu er fjöldi félaga. Þetta eru 70 prósent at iðkendum í fótbolta, þetta eru hagsmunasamtök. Það verður að vera samvinna og samstaða á milli þessara aðila, hún hefur ekki verið nógu góð,“ segir Vignir.

Vignir mun á laugardag komast að því hvort framboð hans fái brautargengi en Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson sækjast einnig eftir starfinu.

Hann segir ekki vera mættur til þess að vinna að hagsmunum sem fáir útvaldir vilja, hann muni vinna fyrir heildina.

„Að ég sé handbendi ÍTF, ég er landsbyggðar maður. Það eru einhver, ég er ekki handbendi ÍTF. Viðar Halldórsson er ágætur vinur minn, skemmtilegur húmoristi. Ég ætla ekki að neita vini mínum af því ég er í framboði til formanns KSÍ, ég og Viðar erum ekki alltaf sammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United vill fleiri ungstirni – Fá samkeppni frá Atletico og Bayern um leikmann frá Ekvador

United vill fleiri ungstirni – Fá samkeppni frá Atletico og Bayern um leikmann frá Ekvador
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Í gær

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir
433Sport
Í gær

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni