fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Skaut enn og aftur harkalega á fyrrum vinnuveitendur sína í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 10:00

Neal Maupay. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neal Maupay, leikmaður Marseille í Frakklandi, tekur enga fanga og hjólaði hann í fyrrum lið sitt í enn eitt skiptið í gær.

Maupay er á láni hjá Marseille frá Everton en á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Brentford. Þrátt fyrir að vera enn í eigu félagsins er ljóst að hann hefur engan áhuga á að spila fyrir það aftur.

Eftir að skiptin til Marseille voru kynnt birti hann brot úr stórmyndinni The Shawshank Redemption, þar sem Andy Dufrense hafði brotist út úr fangelsinu alræmda.

Maupay hefur einnig gagnrýnt stuðningsmenn Everton harðlega, en nýjasta skot hans á félagið kom eftir 0-2 tap þess gegn Nottingham Forest í gær.

„Ef mér líður illa þá skoða ég bara hvernig fór hjá Everton og brosi á ný,“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn X.

Maupay sló alls ekki í gegn á tíma sínum í treyju Everton og skoraði aðeins eitt mark í 32 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina