Það vekur athygli að Noni Madueke, leikmaður Chelsea, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær gegn Fulham.
Chelsea fékk nokkuð óvæntan skell á heimavelli en Fulham kom sá og sigraði á Stamford Bridge og vann 2-1 sigur.
Madueke hefur spilað reglulega undir Enzo Maresca á þessu tímabili en hvar hvergi sjáanlegur í gær.
Maresca hefur staðfest að Madueke hafi ekki verið meiddur og að ástæðan hafi verið ‘taktísk.’
Talið er að eitthvað hafi gerst þeirra á milli en Madueke hefði venjulega alltaf verið í leikmannahópnum í viðureigninni.