fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. desember 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling missir af næstu leikjum Arsenal, en hann meiddist á æfingu fyrir leik helgarinnar gegn Crystal Palace.

Sterling var ekki með hópnum í 1-5 stórsigrinum á Selhurst Park vegna meiðslanna og verður hann frá í einhverjar vikur samkvæmt Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

„Hann verður frá í einhverjar vikur, hann meiddist á hné. Við skoðum hann betur á næstu dögum til að sjá hversu lengi hann verður nákvæmlega frá,“ segir Arteta.

Sterling er hjá Arsenal á láni frá Chelsea og hefur hann verið í aukahlutverki á leiktíðinni.

Meiðsli herja á kantmenn Arsenal þessa dagana, en lykilmaðurinn Bukayo Saka verður einnig frá í fleiri vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“