fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. desember 2024 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir og Orri Steinn Óskarsson eru knattspyrnufólk ársins 2024 samkvæmt niðurstöðu Leikmannavals KSÍ.

Knattspyrnukona ársins: Glódís Perla Viggósdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í þriðja sinn og þriðja árið í röð. Líkt og áður hefur hún verið einn af lykilleikmönnum Bayern München og íslenska landsliðsins og er fyrirliðið beggja liða. Glódís varð þýskur meistari með Bayern í vor sem leið, en liðið tapaði ekki leik í deildinni – vann 19 og gerði þrjú jafntefli. Glódís lék alla 22 leiki liðsins og skoraði eitt mark. Hún lék alla sex leiki liðsins í Meistaradeild UEFA, en þar datt Bayern út eftir riðlakeppnina og fjóra leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið 11 leiki. Glódís, sem hefur leikið 132 leiki og skorað 11 mörk, lék alla leiki A kvenna í undankeppni EM 2025 og skoraði í þeim leikjum eitt mark.

2. sæti: Sveindís Jane Jónsdóttir

3. sæti: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Knattspyrnumaður Ársins: Orri Steinn Óskarsson

Orri Steinn Óskarsson er Knattspyrnumaður ársins í fyrsta sinn. Orri Steinn hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 leiki með liðinu á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Hann hefur alls leikið 14 A-landsleiki og skoraði í þeim 5 mörk. Orri Steinn átti frábært tímabili með FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili, lék 27 leiki í deildinni og skoraði í þeim 10 mörk og lagði upp 6, auk 3 bikarleikja (2 mörk) og 6 leikja í Meistaradeild UEFA. Orri Steinn hóf nýtt tímabil frábærlega með danska liðinu, skoraði 5 mörk í 6 leikjum ásamt því að skora 2 mörk í 6 leikjum í Sambandsdeildinni áður en hann var seldur til spænska úrvalsdeildarliðsins Real Sociedad. Þar hefur hann leikið 11 leiki í deildinni og skoraði í þeim 2 mörk ásamt því að leika 4 leiki í Evrópudeildinni og skora 1 mark.

2. sæti: Albert Guðmundsson

3. sæti: Hákon Arnar Haraldsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“