fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Postecoglou um sjálfan sig: ,,Er hérna í London með minn asnalega hreim“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 21:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann hafi lesið einhverjar fréttir þar sem hann og hans vinnubrögð eru gagnrýnd.

Postecoglou er talinn vera undir nokkurri pressu í dag eftir erfitt gengi en hans menn unnu þó Manchester United 4-3 í enska deildabikarnum í vikunni og eru komnir í undanúrslit.

Pressan magnaðist aftur í dag er Tottenham tapaði 6-3 gegn Liverpool á eigin heimavelli.

Sumir stuðningsmenn Tottenham telja að Postecoglou sé barnalegur þegar kemur að spilamennsku á velli en hann er gríðarlega sóknarsinnaður sem hefur kostað liðið í þónokkrum leikjum.

,,Það eru sumir hlutir þarna úti sem ég finn og les og ég get sagt það að þeir geta verið móðgandi í minn garð,“ sagði Ástralinn.

,,Ég er hérna í London með minn asnalega hreim og kannski tek ég hlutina ekki nógu alvarlega og kannski hlusta ég ekki nógu mikið. Það er allt í lagi.“

,,Ég elska lífið mitt hér og ég mun halda áfram að gera það sem ég er að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Í gær

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“