fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthijs de Ligt á ekki að fá lyklana að vörn Manchester United og spila fyrir miðju í öftustu línu að sögn Jaap Stam, fyrrum leikmanns liðsins.

Stam þekir það vel að spila í ensku úrvalsdeildinni en De Ligt hefur ekki beint verið upp á sitt besta í vetur líkt og aðrir leikmenn United.

Stam telur að það sé ekki sniðugt fyrir Ruben Amorim, stjóra United, að nota De Ligt í miðju þriggja hafsenta kerfis og vonar að landi sinn verði færður um stöðu í næstu leikjum.

,,Matthijs de Ligt er 25 ára gamall og er ekki ungur leikmaður í dag. Það er undir honum komið að stíga upp en við höfum séð að hann á í erfiðleikum með ensku úrvalsdeildina,“ sagði Stam.

,,Stundum þurfa þjálfarar að taka áhættur en þeir eru líka með möguleika. Harry Maguire getur spilað fyrir miðju, De Ligt hægra megin og Lisandro Martinez vinsta megin.“

,,Leiðtoginn í vörn Manchester United þarf að vera til staðar fyrir aðra varnarmenn og líka bakverði og miðjumenn. Það er gríðarlega mikilvægt hlutverk í hverju liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning