fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Maðurinn sem sótti Orra sagður færast nær enska stórliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að Roberto Olabe taki við sem yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal á næstunni og taki þar með við af Brasilíumanninum Edu, sem hætti óvænt nýverið.

Olabe er að yfirgefa slíka stöðu hjá Real Sociedad en þar hefur hann náð frábærum árangri í starfi. Hefur hann tekið þátt í því að tryggja liðinu bikarmeistaratitilinn á Spáni 2021 og að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu í fyrra.

Olabe hefur verið orðaður við fjölda liða en Foot Mercato segir viðræður við Arsenal nú komnar langt á veg.

Fleiri miðlar hafa orðað Olabe við Arsenal og um helgina greindi Sky í Þýskalandi til að mynda frá því að fari hann þangað gæti það ýtt undir að Alexander Isak gangi í raðir Arsenal. Olabe sótti hann til Sociedad á sínum tíma, en sænski framherjinn var svo seldur til Newcastle.

Olabe sótti einnig Orra Stein Óskarsson til Sociedad í sumar frá FC Kaupmannahöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“