Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, hefur samkvæmt fréttum fallið á lyfjaprófi og gæti verið á leið í langt bann.
Á úkraínski kantmaðurinn að hafa fallið á prófinu í október. Féll hann á „sýni A“ en býður enn eftir niðurstöðum úr „sýni B“ samkvæmt fréttum frá heimalandi hans.
Mudryk gekk í raðir Chelsea í byrjun síðasta árs og er talað um að kaupverpið gæti orðið allt að 100 milljónir punda.
Hann á enn sjö ár eftir af samningi sínum, en hann skrifaði undir eins árs framlengingu í fyrra.
Nú er hins vegar ljóst að Mudryk gæti verið frá næstu árin vegna banns fyrir að hafa fallið á lyfjaprófinu.
Fordæmi eru fyrir slíku en Paul Pogba var til að mynda dæmdur í 4 ára bann, sem var þó sytt í 18 mánuði eftir að nýjar upplýsingar komu í ljós.