fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Piers Morgan hneykslaður á ummælum Arteta

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 20:00

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan, fjölmiðlamaðurinn umdeildi, er mikill stuðningsmaður Arsenal en hann var allt annað en hrifinn af ummælum knattspyrnustjórans Mikel Arteta á blaðamannafundi.

Arteta var þá spurður út í sín fimm ár hjá Arsenal sem stjóri og þá staðreynd að hann væri aðeins með einn titil, FA bikarinn 2020.

Arteta brást við með því að segjast hafa unnið samfélagsskjöldinn tvisvar, titilinn sem bikarmeistarar og Englandsmeistarar keppa um hvert haust.

„Samfélagsskjöldinn líka, svo þrír titlar,“ sagði Arteta.

Morgan fannst þetta hálf-vandræðalegt og gefur greinilega ekki mikið fyrir skjöldinn góða.

„Ó nei, segið mér að Arteta hafi ekki sagt þetta,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla.

Arsenal hefur verið í nokkrum vandræðum á tímabilinu miðað við síðustu ár og situr liðið í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“