Mykhailo Mudryk hefur verið settur í tímabundið bann af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Þetta hefur verið í fréttum í morgunsárið og nú staðfestir Chelsea að enska knattspyrnusambandið hafi sett sig í samband við Mudryk vegna málsins. Sjálfur hefur leikmaðurinn gefið út yfirlýsingu.
„Ég get staðfest að ég hef fengið fregnir um að sýni sem ég afhenti knattspyrnusambandinu hafi innialdið ólöglegt efni. Þetta er algjört áfall fyrir mig því ég hef aldrei, að mér vitandi, notað slíkt eða brotið nokkrar reglur.
Ég vinn náið með félaginu mínu að því að rannsaka hvernig þetta gat gerst. Ég hef ekki gert neitt rangt og vonast til að komast aftur á völlinn sem fyrst,“ segir meðal annars í henni.
Ekki er komin endanleg niðurstaða í málið en ljóst er að Mudryk gæti átt yfir höfði sér langt bann.