Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur áhuga á því að losa sig við leikmenn til þess að reyna að hafa fjármuni til eyðslu í janúar.
Segir í enskum blöðum í dag að Amorim sé til í að losna við Christian Eriksen og Antony strax í janúar.
Lítið fæst fyrir Eriksen sem verður samningslaus næsta sumar en Antony gæti komið með smá pening í kassann.
Ljóst er þó að United fær aldrei þá upphæð sem félagið reif fram fyrri tveimur og hálfu ári.
Amorim telur sig ekki hafa not fyrir þá og þeir geta því fundið sér nýtt lið í janúar ef einhver áhugi er til staðar.