Stuðningsmenn West Ham anda léttar eftir 2-1 sigur á Wolves en leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að talað var um fyrir leik að sá stjóri sem myndi tapa yrði rekinn.
Talið er líklegt að Gary O´Neill missi nú starf sitt hjá Wolves en liðið hefur veirð í tómu brasi á þessu tímabili.
Julen Lopetegui mun halda starfinu hjá West Ham í bili en er þó í mjög völtu sæti.
Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik en Tomáš Souček kom West Ham yfir áður en Matt Doherty jafnaði fyrir gestina á 69 mínútu.
Það dugði ekki lengi því þremur mínútum síðar var Jarrdod Bowen búin að koma West Ham aftur yfir og 2-1 sigur staðreynd.