Það muna eflaust margir eftir því þegar tveir glæpamenn á mótorhjóli reyndu að ræna knattspyrnumennina Mesut Özil og Sead Kolasinac, sem þá voru á mála hjá Arsenal.
Ræningjarnir fóru að bifreið stórstjarnanna en hugrakkur Kolasinac gaf ekkert eftir og áætlun þeirra fór út um þúfur.
Annar ræningjanna, Ashley Smith, tjáði sig í hlaðvarpsviðtali á dögunum.
„Stundum tapar þú og stundum sigrar þú,“ sagði hann, en margir hafa í kjölfarið gagnrýnt hann þar sem hann virðist ekki iðrast gjörða sinna.
„Ég lagði við hlið Kolasinac en hann er algjört stykki. Við náðum að flýja, hann var brjálaður. Ég var leiður en svona gerist.“
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu, sem átti sér stað árið 2019, til upprifjunar.
#JAILED | Two men plead guilty after attempting a brazen robbery in #Hampstead.
CCTV footage shows they didn't hesitate to draw a weapon when making demands but didn’t bargain on being challenged. One victim stood his ground and fought the suspects off 👉 https://t.co/x1PURsQ6sz pic.twitter.com/7fLmlp8dDA
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) November 6, 2019