Arsenal spilar mjög mikilvægan leik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Fulham á útivelli.
Arsenal getur minnkað forskot Liverpool í fjögur stig með sigri en toppliðið á enn leik til góða.
Liverpool átti að heimsækja Everton í gær en þeim leik var frestað vegna veðurs.
Hér má sjá byrjunarliðin á Craven Cottage.
Fulham: Leno; Tete, Bassey, Diop, Robinson; Berge, Lukic; Traore, Smith Rowe, Iwobi; Jimenez.
Arsenal: Raya; Partey, Saliba, Kiwior, Timber; Jorginho, Rice, Ødegaard; Saka, Havertz, Trossard.