fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Skaut fast á Arsenal í beinni útsendingu og líkti þeim við annað lið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov fyrrum framherji Manchester United líkti Arsenal við Stoke City eftir 2-0 sigur liðsins á Manchester United í gær.

Arsenal skoraði bæði mörk sín eftir hornspyrnu en liðið hefur í raun orðið frábært í þessum þætti leiksins síðustu ár.

Berbatov sagði að enska úrvalsdeildin væri sú eina sem leyfði svona hörku í teignum og þetta væri hlutur sem Ruben Amorim þyrfti að læra.

„Þú verður að vera sterkur, hann hefur líklega horft á hliðarlínunni og spurt sig hvað væri í gangi með markvörðinn,“ sagði Berbatov.

Berbatov sagði grínið í dag vera það að líka Arsenal við Stoke City liðið undir stjórn Tony Pulis, þar sem langir boltar og föst leikatriði voru lykilatriði.

„Arsenal er hið nýja Stoke, treysta á föst leikatriði. Það getur gefið þér sigra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur