Ruben Amorim stjóri Manchester United lofar því að hann muni standa með Luke Shaw nú þegar bakvörðurinn er meiddur á nýjan leik.
Shaw hefur verið í tómu tjóni síðustu mánuði og varla getað spilað, hann lék örfáa leiki núna áður en hann meiddist í vikunni.
„Sama hversu lengi hann verður frá, þá verð ég hérna fyrir hann,“ segir Amorim.
„Við munum hjálpa honum að koma aftur, ekki bara fyrir United heldur líka fyrir landsliðið sem þarfnast Luke Shaw. Við erum hér til að hjálpa honum.“
Amorim segir að Shaw hafi lagt mikið á sig undanfarið.
„Síðan ég kom hefur Shaw lagt mikið á sig, hann hefur verið duglegur í ræktinni og á vellinum. Hann er frábær leikmaður og við þörfnumst hans.“
„Við stjórnum álaginu í leikjum og æfingum, hann var að léttast og gera allt rétt.“