Manchester City er búið að tapa sex leikjum í röð í öllum keppnum og fjórum í ensku úrvalsdeildinni.
Andstæðingur City var Liverpool að þessu sinni en stórleik helgarinnar lauk með 2-0 sigri heimaliðsins.
Leikið var á Anfield og má segja að þeir rauðklæddu hafi unnið ansi sannfærandi sigur á núverandi meisturum.
Cody Gakpo skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum en það seinna gerði Mohamed Salah af vítapunktinum.
City hefur tapað sex leikjum af síðustu sjö leikjum sem hefur aldrei gerst á ferli Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Guardiola fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Liverpool sem kölluðu eftir því að Spánverjinn yrði rekinn eftir leik.
Guardiola lyfti upp tveimur puttum og minnti Liverpool-menn á það að hann væri búinn að vinna sex úrvalsdeildartitla á sínum ferli.
Pep Guardiola keeps reminding everyone he’s won six Premier League titles 😂 pic.twitter.com/obXGpO3ycL
— ESPN FC (@ESPNFC) December 1, 2024