Stórstjarnan Kylian Mbappe hefur fengið alvöru pillu í andlitið frá fyrrum leikmanni Paris Saint-Germain, Jerome Rothen.
Mbappe hefur ekki staðist væntingar hjá Real Madrid í vetur eftir að hafa komið á frjálsri sölu frá PSG þar sem hann raðaði inn mörkum.
Rothen telur að ferill Mbappe sé á niðurleið í dag þrátt fyrir ungan aldur en hann var ekki sannfærandi gegn Liverpool í vikunni.
PSG tapaði gegn Liverpool í Meistaradeildinni þar sem Mbappe klikkaði til að mynda á vítaspyrnu.
,,Síðan á HM hefur hann verið á niðurleið. Ekki þegar kemur að tölfræði því hann hefur alltaf skorað sín mörk. Hjá PSG fékk hann alltaf að sleppa vegna tölfræðinnar en við getum ekki sagt að hann hafi kveikt í Meistaradieldinni undanfarna mánuði,“ sagði Rothen.
,,Þegar þú sérð hann spila eins og gegn Liverpool.. Hann er orðinn venjulegur leikmaður. Það er mesta áhyggjuefnið. Við erum ekki bara að tala um hans frammistöðu eftir komu til Real Madrid heldur á undanförnum tveimur árum.“