fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Helsti gagnrýnandi Kane minnir á sig – Stenst ekki kröfurnar í mikilvægu leikjunum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane er líklega búinn að finna sinn helsta gagnrýnenda en það er fyrrum leikmaður Liverpool, Dietmar Hamann.

Hamann var alls ekki hrifinn af Kane í vikunni og er ekki sannfærður um að leikmaðurinn sé með gæðin í að koma Bayern Munchen alla leið.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og þá markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.

Hamann gagnrýndi Kane í fyrra og hafði þetta að segja eftir komu enska landsliðsmannsins til Þýskalands.

,,Hann var ekki fenginn til félagsins svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt,“ sagði Hamann.

,,Hann skorar ekki gegn stóru liðunum. Ég er enn ekki sannfærður um þennan stjörnuleikmann.“

Hamann endurtók sig svo í samtali við TalkSport eftir leik Bayern við Paris Saint-Germain í vikunni sem vannst, 1-0.

,,Ég mætti á þennan leik og ég verð að segja, hann var virkilega slakur. Hann átti ekki skot á markið og spilaði alveg eins og á EM með Englandi.“

,,Það er enn hægt að deila um það hvort hann sé góður gegn bestu liðunum því hann stenst ekki kröfurnar með Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum