fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Helsti gagnrýnandi Kane minnir á sig – Stenst ekki kröfurnar í mikilvægu leikjunum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane er líklega búinn að finna sinn helsta gagnrýnenda en það er fyrrum leikmaður Liverpool, Dietmar Hamann.

Hamann var alls ekki hrifinn af Kane í vikunni og er ekki sannfærður um að leikmaðurinn sé með gæðin í að koma Bayern Munchen alla leið.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og þá markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.

Hamann gagnrýndi Kane í fyrra og hafði þetta að segja eftir komu enska landsliðsmannsins til Þýskalands.

,,Hann var ekki fenginn til félagsins svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt,“ sagði Hamann.

,,Hann skorar ekki gegn stóru liðunum. Ég er enn ekki sannfærður um þennan stjörnuleikmann.“

Hamann endurtók sig svo í samtali við TalkSport eftir leik Bayern við Paris Saint-Germain í vikunni sem vannst, 1-0.

,,Ég mætti á þennan leik og ég verð að segja, hann var virkilega slakur. Hann átti ekki skot á markið og spilaði alveg eins og á EM með Englandi.“

,,Það er enn hægt að deila um það hvort hann sé góður gegn bestu liðunum því hann stenst ekki kröfurnar með Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans