fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Age um framhaldið: ,,Þú verður að spyrja KSÍ“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 22:11

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni sem tapaðist 4-1.

Ísland endar í þriðja sæti riðilsins eftir tapið en hafði möguleika á öðru sætinu með sigri í kvöld – strákarnir komust í 1-0 áður en Wales skoraði fjögur.

,,Við töpuðum leiknum og misstum leikmenn í miðjum leik og fyrir leik, þetta var erfið vika fyrir okkur,“ sagði Age.

,,Það vantaði leikmenn í hópinn og það getur gert menn stressaða. Við gerðum barnaleg mistök og þetta var ekki góður dagur. Við byrjuðum vel og skoruðum mark og svo í seinni hálfleik þá reyndum við að pressa á þá og skapa fleiri færi en við nýttum þau ekki og þú þarft að gera það á þessu stigi.“

,,Við þurfum á öllum að halda til að ná okkar markmiðum. Strákarnir lögðu sig alla fram í verkefnið og ef staðan hefði verið 1-1 í hálfleik væri verkefnið auðveldara og það var óþarfi að fá á sig þetta seinna mark í fyrri hálfleik.“

Age ræddi svo sína eigin framtíð en hann vildi ekki staðfesta hvort þetta hafi verið hans síðasti leikur við stjórnvölin.

,,Ég veit það ekki. Samningurinn minn rennur út þann 30. nóvember og þá er hægt að ræða málin ekki í kvöld. Mér líkar að vinna með þessum leikmönnum, góðum hóp af leikmönnum og að vera með alla til taks er mikilvægt. Þetta er ekki mín ákvörðun, þú verður að spyrja KSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta ráðningu á Alonso

Staðfesta ráðningu á Alonso
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn