fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Segir Eið Smára hafa lyft öllu á hærra plan – „Hann gaf ekkert eftir“

433
Laugardaginn 16. nóvember 2024 10:30

Eiður Smári Guðjohnsen Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um Chelsea, en Willum er mikill stuðningsmaður liðsins. Hann segir að það hafi ekki skemmt fyrir þegar Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir félagsins.

„Hann kom heim á sumrin og æfði með okkur. Hann gaf ekkert eftir og lyfti öllu upp á æfingunum,“ sagði Willum, en hann þjálfaði KR á þessum tíma.

„Það var sérstaklega skemmtilegt að halda með Chelsea þegar hann var í liðinu.“

Willum var spurður út í stöðuna á liðinu í dag, en það hefur farið vel af stað undir stjórn Enzo Maresca.

„Mér líst mjög vel á þetta, allavega betur en með Pochettino og liðið í fyrra. Það lið var ekki að fara að gera neitt.“

Nánar er rætt um Chelsea í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
Hide picture