Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður hjá Stöð2 Sport virðist ansi spenntur fyrir komu Ruben Amorim til Manchester United.
Amorim virðist vera komin með atvinnuleyfi á Englandi miðað við það að hann er mættur upp í einkaflugvél sem er á leið til Manchester.
Ensk blöð sögðu að Amorim væri að bíða eftir atvinnuleyfi sem virðist nú vera klárt.
„How can you not love this guy?,“ skrifar Guðmundur á X-ið og birtir skemmtilegt myndband af Amorim.
How can you not love this guy? pic.twitter.com/dJGkZv6JZf
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 11, 2024
Amorim tekur fimm aðstoðarmenn með sér frá Sporting sem allir fóru um borð í flugvélina í dag.
Um er að ræða þá Carlos Fernandes, Adélio Cândido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro og Jorge Vital.
Amorim þarf að taka ákvörðun um það hvort hann heldur Ruud van Nistelrooy í teyminu sínu en hann stýrði United í síðustu leikjum eftir að Erik ten Hag var rekinn.