fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

„Þú ert þarna til að fokking verja boltann“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederik Schram er að spila sína síðustu leiki í treyju Vals en samningur hans er á enda og Valur búið að semja við Ögmund Kristinsson sem er mættur til leiks.

Schram hefur spilað síðustu tvo leiki vegna meiðsla Ögmundar og átti frábæran leik í 2-2 jafntefli gegn Breiðablik í gær.

„Mér finnst Frederik Schram betri markvörður en Ögmundur, þetta er klípu mál. Honum var boðin góður samningur,“ sagði Mikael Nikulásson í Þungavigtinni í dag.

Ríkharð Óskar Guðnason einn þekktasti stuðningsmaður Vals lagði orð í belg. „Frederik er betri að verja, þegar hann þarf að spila boltanum er vesen.“

Mikael segir að þetta sé nú ekki flókið þegar rætt er um markverði. „Þú ert þarna til að fokking verja boltann, Valsarar buðu honum góðan samning en hann sagði nei og hélt að hann væri með hann. Þeir taka Ögmund og Frederik vildi skrifa undir degi eftir það. Hann er miklu yngri en Ögmundur. Þarna er risa biti og spurning hvert hann fer, fer hann ekki bara í FH.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði
433Sport
Í gær

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli