fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
433Sport

Ótrúlegt líf glaumgosans: Hélt framhjá við hvert tækifæri – Lét fela dauðan kött og gleymdi því að hann ætti hús fyrir hálfan milljarð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Pennant átti glæstan fótboltaferil þar sem hann lék meðal annars fyrir stórlið eins og Liverpool og Arsenal. Þrátt fyrir það var það líf hans utan vallar sem gerði hann frægan.

Pennant gaf út ævisögu þar sem hann játaði ýmislegt á sig, ítrekuð framhjáhöld, ástarlotur með vini sínum og fleira í þeim dúr.

Hann sagði líka frá því hvernig hann blekkti eiginkonu sína eftir að kötturinn hennar dó. Sagan er rifjuð upp hér að neðan.

Sagan byrjar árið 1998 þegar ungur Jermaine Pennant er í unglingaliði Notts County, þjálfarar hans byrja að hafa áhyggjur þegar Pennant er lentur í stríði við glæpagengi úr bænum.

Eitt kvöldið er reynt að skjóta á Pennant sem nær að fela sig sig á KFC á meðan vinir hans lenda í út

Tíminn hjá Arsenal:

Sextán ára gamall fór Pennant til Arsenal. Þar lék hann 26 leiki fyrir aðalliðið. Einbeiting hans var meira á djammið utan vallar og að sofa hjá fjölda kvenna.

Hann og Ashley Cole urðu bestu vinir hjá Arsenal og gerðu allt saman, meira að segja sváfu þeir hjá konum saman.

Þeir fóru oft í trekant og gáfu þeir hvorum öðrum fimmu á meðan þeir sváfu hjá henni, að sögn Pennant síðar meir.

Það er lýsandi fyrir Pennant að hann spilaði fyrsta aðalliðsleik sinn fyrir Arsenal þunnur. Þó skoraði hann þrennu, eftir að hafa djammað til sex um morguninn.

Menn fengu þó leið á Pennant hjá Arsenal og sendu hann til að mynda á lán til Birmingham. Þar var hann tvisvar sinnum tekinn fullur undir stýri. Í það seinni reyndi hann að villa á sér heimildir og sagðist vera Cole félagi sinn.

Fyrir það var Pennant sendur í fangelsi í þrjá mánuði, hann var fyrsti leikmaðurinn í sögu enska boltans að spila með GPS búnað á ökklanum.

Draumaskref til Liverpool:

Eftir að hafa losnað úr fangelsi byrjar hann í sambandi með Amii Groves sem var þekkt fyrir að sitja fyrir léttklædd á forsíðum enskra blaða.

Samband þeirra var ekki langlíft en Groves fór að skoða öryggismyndavélarnar á heimili þeirra og sá að Pennant var reglulega að mæta með aðrar konur heim.

Með brotið hjarta skrifar Pennant undir hjá Liverpool og spilar úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007 þegar liðið vann frækinn sigur á AC Milan.

Hann hellti vel í sig eftir leik og var áfengisdauður í fluginu heim.

Reyndi að fela andlátið á ketti:

Ástin fór aftur að banka á dyrnar hjá Pennant og byrjaði hann með Jennifer Metcalfe sem var raunveruleikastjarna í Bretlandi.

Parið skellir sér í frí til Dubai þegar síminn hjá Pennant hringir, sá sem leit eftir heimili hans lætur hann vita að hundur Pennant hafi drepið köttinn sem Jennifer átti.

Pennant skipar aðstoðarmanni sínum að ganga þannig frá að ekkert sé af sönnunargögnum um það. „Við urðum að fá fólk til að þrífa teppin og grafa köttinn lengst í burtu,“ sagði Pennant seinna meira.

Þegar Pennant og frú koma heim og Jennifer hefur ekki hugmynd fer Pennant í það að labba um allt hverfið og auglýsa eftir týndum ketti.

Fór á skeljarnar í kirkjugarði:

Eftir að hafa misst köttinn sinn ákvað Jennifer að sparka Jermaine og hann fór í það að ná aftur í Amii Groves sem virtist klár í nýtt upphafi.

Pennant ákveður að biðja hana að giftast sér og biður hennar í kirkjugarð, nánartiltekið við gröf bróðir hennar.

Amii sagði já en það var ekki langlíft, nokkrum vikum síðar var hringurinn til sölu á Ebay og sambandið í vaskinn eftir framhjáhald Pennant.

Ónýtur bíll og kveikt í húsinu:

Óhætt er að segja að Pennant hafi sjaldan verið með allt á hreinu í lífinu, hann fór til Real Zaragoza á Spáni en gekk í raðir Stoke skömmu síðar.

Pennant gleymdi hins vegar bílnum sínum á Spáni, 10 milljóna króna glæsikerra sem hann sótti aldrei. Svo fór að fólk á lestarstöð í Zaragoza fór að míga á bílinn sem varð að endingu ónýtur.

Það var þó ekki það eina sem hann gleymdi, Pennant átti 500 milljón króna hús í úthverfi Manchester sem rotnaði niður. Dópistar yfirtóku húsið og fóru að framleiða kannabis.

Það fór ekki vel því það kviknaði í húsinu sem brann og varð ónýtt.

Ævisaga um allt:

Pennant gaf út ævisögu um allt sem fór ekkert sérstaklega vel, Ashley Cole var brjálaður yfir því að hann hefði sagt frá öllu sem þeir gerðu saman. Ítrekaðar ástarlotur þeirra með konum var eitthvað sem Cole vildi ekki sjá fara í fréttirnar.

Fleiri voru ósáttir og þá sérstaklega fyrrum unnusta hans sem komst að því hvað hann hefði látið gera við köttinn hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“
433Sport
Í gær

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“