Erik ten Hag fyrrum stjóri Manchester United telur að þrír leikmenn félagsins hafi átt stóran þátt í því að hann hafi verið rekinn.
Ten Hag var rekinn úr starfi á mánudag eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.
Enska blaðið Mirror segir að þrír af dýrari leikmönnum liðsins séu þeir sem Ten Hag horfi til að hafi ekki staðið sig og kostað hann starfið.
Hann horfir til Antony sem hann keypti frá Ajax á um 80 milljónir punda, hann treysti á sinn gamla vin en Antony hefur ekkert getað hjá United.
Ten Hag á einnig að horfa til Casemiro sem hann keypti einnig og Marcus Rashford er maður sem Ten Hag horfði til.
Rashford var frábær á fyrsta tímabili Ten Hag en hefur síðan þá ekki fundið taktinn.