Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool var líklega mjög heppinn að fá ekki rautt spjald gegn Arsenal í gær í 2-2 jafnteflinu.
Van Dijk ákvað þá að fara að dangla í Kai Havertz þar sem boltinn var hvergi nálægt.
VAR on a lunch break?? pic.twitter.com/SNff4IVoGo
— The Green Devil 🇮🇪 🇮🇹 (@TheGreenDevil20) October 27, 2024
Mohamed Salah bjargaði stigi fyrir Liverpool gegn Arsenal á útivelli í gær í mjög spennandi leik.
Bukayo Saka sem hafði jafnað sig af meiðslum kom Arsenal yfir í leiknum með laglegu marki.
Virgil van Dijk gerði ekki vel í markinu en hann svaraði fyrir sig með því að jafna 1-1.
Mikel Merino kom Arsenal svo aftur yfir undir lok fyrri hálfleik. Það var svo á 81 mínútu sem hinn magnaði Salah jafnaði fyrir Liverpool.
Liverpool er með 22 stig í öðru sæti og er stigi á eftir Mancheste City sem tekur toppsætið eftir þessa umferð. Arsenal er nú fimm stigum á eftir City.