„Erik ten Hag er að biðja um vandræði, hann er í fjórtánda sæti. Níu leikir eru 25 prósent af tímabilinu,“ sagði Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United um stöðu félagsins.
Neville telur að starfið hjá Ten Hag hangi á bláþræði og hann verði rekinn næstu helgi ef illa fer.
United á leik gegn Leicester í deildarbikarnum í vikunni og svo heimaleik gegn Chelsea næstu helgi.
„Það er mikið áhyggjuefni fyrir félagið hvernig liðið spilar,“ sagði Neville eftir tapið gegn West Ham í gær.
„Þeir hafa eytt miklum fjármunum, það var ljóst eftir síðustu leiktíð að það yrðu margar spurningar ef þetta færi ekki vel af stað.“
„Þetta snýst allt um næstu helgi gegn Chelsea.“