fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Var það í þessum þætti leiksins sem Blikar unnu dolluna? – 26 á móti 7

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 27. október 2024 21:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Breiðablik var ofan á í barátunni gegn Víkingi í kvöld. Liðið braut 26 sinnum af sér en Víkingar aðeins sjö sinnum.

Vilhjálmur Karl Haraldsson bendir á þetta en hann er reyndur þjálfari. „Til hamingju Blikar, þvílík barátta og liðsheild,“ skrifar Vilhjálmur.

Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir magnaðan 0-3 sigur á Víkingi á útivelli í kvöld. Um var að ræða hreinan úrslitaleik. Breiðablik var betra frá nánast fyrstu mínútu leiksins og virtist meira hungur í þeim en Víkingum, liðið vann fleiri návígi og var ofan á í baráttunni.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 fyrir Blika í hálfleik. Ísak var harður í horn að taka í teignum og hafði betur í návígi við Oliver Ekroth áður en hann setti boltann í netið. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru ógnandi, þeim vantaði hins vegar gæðin á síðasta þriðjung. Eftir pressu Víkinga var það Ísak aftur sem skoraði fyrir Blika.

Ísak var þá fylginn sér í teignum og skoraði af stuttu færi. Það var svo á 80 mínútu sem Aron Bjarnason tryggði 0-3 sigur Blika. Hann fékk fallega sendingu inn fyrir vörn Víkings og vippaði yfir Ingvar Jónsson.

Breiðablik endar tímabilið með 62 stig en Víkingar 59 stig, þetta var fyrsta tímabil Halldórs Árnasonar sem þjálfari liðsins og varð hann Íslandsmeistari með liðið í fyrstu tilraun.

Þetta er í þriðja sinn sem Breiðablik verður Íslandsmeistari í karlaflokki, áður vann liðið titilinn árið 2010 og 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“