fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Höskuldur besti leikmaður Bestu deildarinnar – Benóný efnilegastur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 27. október 2024 22:11

Höskuldur Gunnlaugsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, sunnudag, fór fram lokaumferð í Bestu deild karla þar sem Breiðablik tók á móti Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Víkingi R.

Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann.

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar karla 2024 er Benoný Breki Andrésson, KR. Benoný Breki skoraði 21 mark í 26 leikjum, þar á meðal skoraði hann 5 mörk í lokaumferðinni og bætti þar með markamet í efstu deild.

Besti leikmaður Bestu deildar karla 2024 er Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik. Höskuldur spilaði 27 leiki fyrir Blika og skoraði í þeim 9 mörk.

Það hefur verið fastur liður í lok móta síðan 1984 að afhenda leikmönnum sem skara fram úr í efstu deild karla „Flugleiðahornin“. Fyrst þegar þessir frægu verðlaunagripir voru afhentir þá var Guðni Bergsson leikmaður Vals valinn efnilegasti leikmaðurinn og Bjarni Sigurðsson leikmaður ÍA valinn besti leikmaður deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup