Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var greint frá því á dögunum að Albert Guðmundsson myndi missa af næstu 4-6 vikum með Fiorentina vegna meiðsla og þar af leiðandi landsleikjum í nóvember með íslenska landsliðinu.
„Þetta er hundleiðinlegt, búinn að vera meiddur í byrjun tímabils og standa í þessu máli sem er lokið núna. Svo lendir hann í þessu, þetta eru leiðindi eftir leiðindi,“ sagði Hrafnkell um málið.
Stefán tók til máls.
„Þetta er einn heitasti fótboltamaður Evrópu svo það er mjög leiðinlegt að lenda í þessu. En það er gott að þetta er ekki alvarlegra en þetta,“ sagði hann.
Umræðan í heild er í spilaranum.