Forráðamenn Víkings hafa reist tveggja metra háar girðingar í kringum svæði félagsins svo miðalausir aðilar komist ekki nálægt vellinum.
Úrslitaleikur Bestu deildar karla fer fram klukkan 18:30 á morgun þegar Víkingur og Breiðablik mætast.
Yfirlýsing Víkings:
„Að gefnu tilefni vill Knattspyrnudeild Víkings koma því á framfæri að reistar hafa verið 2m háar girðingar í kringum allt athafnasvæði félagsins í Víkinni og á úrslitaleik Bestu deildarinnar á morgun verður auk þess gríðarleg öryggisgæsla til að leikurinn geti farið sem best fram. Fólk sem ekki hefur miða á völlinn er beðið að halda sig heima og njóta leiksins í sjónvarpinu. Einnig bendum við fólki með miða á að sameinast í bíla, ganga eða nota almenningssamgöngur“.