Öll vötn renna til úrslitaleiks Bestu deildar karla sem fram fer á sunnudag þegar Breiðablik heimsækir Víking í lokaumferð Bestu deildar karla.
Liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar með 59 stig, Víkingar eru með betri markatölu og dugar því jafntefli.
Liðin hafa í tvígang mæst á þessu tímabili, Víkingur vann einn leik og hinum leiknum lauk með jafntefli.
Þegar tíu síðustu leikir liðanna eru skoðaðir kemur í ljós að Breiðablik er með yfirhöndina en það með minnsta mögulega mun.
LJóst er að hart verður barist á sunnudag þegar flautað verður til leiks klukkan 18:30 í Víkinni.
Síðustu 10 leikir
Breiðablik – 4 sigrar
Víkingur – 3 sigrar
Jafntefli – 3 sinnum