fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þorlákur tekur við ÍBV af Hermanni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Þorlákur er 55 ára gamall og mjög reyndur í faginu en hann hefur þjálfað úti um allan heim síðustu ár.

Þorlákur skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeildina en hann tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem skilaði af sér frábæru starfi þegar Lengjudeild karla lauk í síðasta mánuði, en ÍBV varð meistari.

Þorlákur þjálfaði snemma á ferlinum hjá Val og Fylki í meistaraflokki karla en eftir það fór hann í landsliðsþjálfun og stýrði hann landsliðum U15-U17 hjá bæði strákum og stelpum frá 2009 – 2018. Á meðan stýrði hann Stjörnukonum til tveggja Íslandsmeistaratitla og eins bikarmeistaratitils á árunum 2011-2013.

Láki, eins og hann er oftast kallaður, stýrði þá einnig akademíunni hjá sænska liðinu Brommakjarna, sem eru með stærsta unglingastarf í Evrópu og þá var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong í tæp þrjú ár. Hann sneri til baka til Íslands og stýrði Þórsurum í tvö tímabil í Lengjudeildinni en tók síðan við portúgalska kvennaliðinu Damaiense á síðasta ári.

Hann sagði upp störfum hjá Damaiense fyrir viku síðan eftir að hafa sinnt góðu starfi þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Í gær

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah