fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Miðasala á úrslitaleikinn fer fram í dag – Blikar verða í miklum minnihluta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 09:00

Það komast 2500 fyrir í Víkinni á sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðasala á úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla hefst í dag. Breiðablik fær lítið brot af þeim miðum.

Víkingur mun selja ársmiðahöfum sínum miða í dag og er líklegt að það verði uppselt á skömmum tíma. Víkingar muni taka á móti 2500 áhorfendum á sunnudag en það verður met í Víkinni.

Stuðningsmenn Breiðabliks verða í miklum minnihluta á leiknum eða um 250.

Miðasala Víkinga:
12:00 – ársmiðahafar fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku.
13:00 – ársmiðahafar fá sent SMS hlekk á miðasölu í stæði.
14:00 – almenn miðasala til Víkinga hefst, séu miðar enn til.
Miðasala til stuðningsfólks Breiðabliks fer fram hjá Breiðablik.

ATH! Ekki senda hlekkinn áfram því hann er eingöngu hægt að nota einu sinni!

Miðaverð í stúku er 3.500
Miðaverð í stæði er 3.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn.

ATH! Mikilvægt að hafa í huga

Ársmiðahafar eru ekki með frátekna miða í kerfinu.
Hver ársmiðahafi getur nálgast 4 miða í hvorum söluglugga.
Sækja þarf ársmiða og ganga frá kaupum í þessum 2 gluggum kl. 12:00 og/eða 13:00.
Ekki er hægt að færa árskort milli aðganga hjá Stubb.
Ef ársmiðahafi er með fleiri en 1 árskort á sínum aðgangi er hægt að sækja fleiri en einn miða á leikinn í sömu aðgerð.
Ekki er hægt að komast inn á völlinn nema að hafa miða og gildir það einnig um iðkendur í yngri flokkum Víkings.
Stúkumiðar eru allir skilgreindir sem fullorðinsmiðar.
Ársmiðahafar þurfa að auðkenna símanúmerið sitt áður en þeir komast inn, ef það er ekkert árskort skráð á símanúmer þá kemstu ekki inn.
Við mælum með almenningssamgöngum sem eru mjög góðar í kringum Víkina og öðrum lausnum eins og Hopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn