fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sverrir Ingi hugsi eftir dómgæsluna í kvöld – „Skrýtið að hann flauti ekki víti okkur í hag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Svekkjandi, komum okkur aftur inn í leikinn þegar það eru fimm mínútur eftir og geta farið að skora þriðja markið,“ sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Íslands eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld, svekkjandi úrslit.

Íslenska liðið komst í 1-0 í leiknum og jafnaði svo í 2-2 þegar lítið var eftir en missti leikinn niður.

„Við fáum á okkur tvö mörk undir restina sem kostar okkur leikinn, það er erfitt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli.“

Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar. Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.

Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.

Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.

„Í takti við leikinn þá er skrýtið að hann flauti ekki vítaspyrnu þegar Orri er að setja boltann í markið, það virðist á myndbandinu sem ég sá eftir leikinn. Hann gerir sig stærri og ver boltann, hann hafði dæmt tvö víti á okkur.“

„Hann flautaði víti í því atviki og þegar boltinn fer í höndina á Andra, skrýtið að hann flauti ekki víti okkur í hag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga