Enska knattspyrnusambandið hefur ekki rætt formlega við neinn þjálfara þrátt fyrir að Gareth Southgate hafi látið af störfum í júlí.
Lee Carsley stýrir liðinu tímabundið en Telegraph segir engar formlegar viðræður hafa farið fram.
Thomas Tuchel hefur verið orðaður við starfið og sagt hefur verið að samtal hafi átt sér stað.
Telegraph segir hins vegar engar formlegar viðræður komnar af stað og enska sambandið metur stöðuna áfram.
Ekki er búist við að neinn verði ráðinn fyrr en á næsta ári og horft verði til þess að ráða inn aðila áður en undankeppni HM hefst í mars.