Thomas Tuchel myndi heldur betur gera breytingar á enska landsliðinu ef hann verður ráðinn þjálfari liðsins.
Tuchel er orðaður við stöðuna hjá Englandi en Lee Carsley starfar þar í dasg en aðeins tímabundið.
Enskir miðlar segja að Tuchel myndi svo sannarlega hrista upp í hlutunum og myndi horfa í leikmenn sem hann þekkir vel.
Mason Mount, Ruben Loftus-Cheek, Ben Chilwell og Eric Dier myndu mögulega allir fá tækifæri ef Tuchel verður ráðinn.
Tuchel vann með þremur af þessum leikmönnum hjá Chelsea en notaði einnig Dier í vörninni hjá Bayern Munchen.
Ansi athyglisvert lið en það má sjá hér.