Landsliðsþjálfari Marokkó, Walid Regragui, er vongóður um að Noussair Mazraoui verði klár í næsta landsliðsverkefni í nóvember.
Mazraoui var tekinn af velli gegn Aston Villa um síðustu helgi en hann var í byrjunarliði Manchester United.
Bakvörðurinn er að glíma við einhvers konar hjartavandamál og var ekki valinn í marokkóska hópinn í þessu landsleikjahlé.
Marokkó spilar næst við Gabon þann 11. nóvember og er útlit fyrir að Nazraoui sé ekki að glíma við nein alvarleg vandamál.
,,Við erum vongóðir um að hann verði með okkur í næsta verkefni í nóvember,“ sagði Regragui.
Mazraoui kom til United í sumar en hann verður að öllum líkindum ekki með liðinu næstu helgi.