Manchester City hefur staðfest það að Txiki Begiristain sé að yfirgefa félagið eftir tímabilið.
Í vikunni voru margir miðlar sem greindu frá því að Begiristain væri að kveðja City eftir tíu ár hjá félaginu.
Spánverjinn hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála City og gert virkilega flotta hluti í því starfi.
Hugo Viana mun taka við keflinu af Begiristain en hann mun hefja störf sumarið 2025.
Begiristain hefur hjálpað City í að næla í marga öfluga leikmenn og mun geta hjálpað liðinu í næsta janúarglugga.