fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ásta rifjar upp þegar Nik tjáði henni þetta – „Ég móðgaðist ekki“

433
Laugardaginn 12. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika er liðið varð Íslandsmeistari á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Nik Chamberlain stýrði Blikum að titlinum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Ásta sá strax er hann tók við að eitthvað gott var í vændum.

video
play-sharp-fill

„Ég fékk strax á tilfinninguna þegar umræðan fór af stað að þetta væri maðurinn sem okkur vantaði. Hann er mjög heiðarlegur og mjög góður að þjálfa, með skýra sín á hvað hann vill gera. Hann er líka góður að fá aðra með sér, sem getur verið erfitt.

Við þurftum aðeins meiri ramma og meira utanumhald. Með fullri virðingu fyrir þeim þjálfurum sem voru á undan var smá kaos í gangi. Það var ekki nógu skýr lína,“ sagði Ásta í þættinum.

Nik innleiddi nýtt leikkerfi í Kópavoginum, fór í tígulmiðju og var Ásta til að mynda færð úr bakverði í miðvörð.

„Hann ræðir það bara strax við mig. Fyrsta sem ég sagði var að ég væri til en að það þyrfti að þjálfa mig. Þó ég sé reynslumikil hafði ég aldrei spilað þessa stöðu. Hann var alveg heiðarlegur, sagði að hann teldi mig ekki ráða við að spila sem sóknarbakvörður. Ég móðgaðist ekki en vildi fá að prófa það.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
Hide picture